Sigríður Lára Haraldsdóttir
Fjölskyldufræðingur, jógakennari,
náms- og starfsráðgjafi, grunnskólakennari
 

 

“Virðing fyrir skjólstæðingum, þeirra aðstæðum og óskum, er í fyrirrúmi í allri minni meðferð og ráðgjöf og áhersla er lögð á persónulega og hlýlega þjónustu sem sniðin er að hverjum og einum.

Öll mín hlutverk, nám og reynsla hafa gert mig að þeim meðferðaraðila sem ég er í dag. Þannig hefur þekking mín og reynsla af jógavísindum til dæmis áhrif á hvernig fjölskyldumeðferð ég veiti, og þekking og reynsla í fjölskyldumeðferð áhrif á meðferð eineltismála, svo eitthvað sé nefnt.
Þegar óskað er eftir meðferð/ráðgjöf er hægt að tilgreina sérstaklega hvers konar þjónustu er óskað eftir, eða láta það ráðast hvert leiðin liggur.”

Hvert sem leiðin liggur, láttu hjartað ráða för

Þjónusta

Fjölskyldumeðferð

Samtalsmeðferð þar sem unnið er með samskipti og tengsl fjölskyldumeðlima og áhrif þess á hugsun, líðan og hegðun. Tekið er mið af fjölskyldunni sem heild. Fjölskyldumeðferð er oft kölluð fjölskylduráðgjöf í daglegu tali.
Einstaklingsmeðferð, parameðferð, pararáðgjöf, hjónabandsmeðferð, hjónabandsráðgjöf, foreldrar og börn/unglingar, stórfjölskyldan o.fl.
Nánar

Jógaþerapía

Í jógaþerapíu er líkami skjólstæðings meðhöndlaður. Unnið er að því að opna upp svæði og orkustöðvar og leitast við að leysa upp líkamlegar, tilfinningalegar og hugrænar hindranir. Þessar hindranir koma oft út sem verkir, vanlíðan, óþægindi eða stirðleiki svo eitthvað sé nefnt.
Líkaminn er settur í jógastöður sem við á og í lokin er skjólstæðingur leiddur í slökun.
Nánar

Jógatímar

Mjúkir jógatímar þar sem áhersla er lögð á að leita inn á við og tengjast hjartanu, losa spennu, anda og ná valdi á tilfinningum og huga. Í leiðinni styrkist líkaminn og verður liðugari.
Nánar

Samskiptavandi/Einelti

Stuðningur og ráðgjöf við foreldra, skóla, börn varðandi samskiptavanda og/eða einelti barna. Yfirlestur eineltisáætlana, vinna með skólabrag, fræðsla, sérhæfð verkefni o.fl.
Nánar

Náms- og starfsráðgjöf

Stuðningur í leit að áhugasviði í námi og starfi, t.d. með áhugasviðskönnun. Stuðningur við námstækni og vinnubrögð. Náms- og starfsráðgjöf er oft kölluð námsráðgjöf í daglegu tali.
Nánar