Sigríður Lára Haraldsdóttir
Fjölskyldufræðingur, jógakennari,
náms- og starfsráðgjafi, grunnskólakennari
“Virðing fyrir skjólstæðingum, þeirra aðstæðum og óskum, er í fyrirrúmi í allri minni meðferð og ráðgjöf og áhersla er lögð á persónulega og hlýlega þjónustu sem sniðin er að hverjum og einum.
Öll mín hlutverk, nám og reynsla hafa gert mig að þeim meðferðaraðila sem ég er í dag. Þannig hefur þekking mín og reynsla af jógavísindum til dæmis áhrif á hvernig fjölskyldumeðferð ég veiti, og þekking og reynsla í fjölskyldumeðferð áhrif á meðferð eineltismála, svo eitthvað sé nefnt.
Þegar óskað er eftir meðferð/ráðgjöf er hægt að tilgreina sérstaklega hvers konar þjónustu er óskað eftir, eða láta það ráðast hvert leiðin liggur.”
Hvert sem leiðin liggur, láttu hjartað ráða för
Þjónusta